22.9.1998 0:00

Þriðjudagur 22.9.1998

Síðdegis var glæsileg hátíð í Menntaskólanum í Kópavogi, þegar þar var haldið upp á 25 ára afmæli skólans og húsnæði fyrir kjötiðnaðarkennslu var formlega tekið í notkun. Held ég, að enginn trúi því, hve glæsilegur þessi skóli er, fyrr en hann hefur fengið tækifæri til að skoða hann. Flutti ég ávarp við þetta tækifæri.