13.10.1998 0:00

Þriðjudagur 13.10.1998

Rúmlega klukkan 9 var tilkynnt, að ríkisstjórnarfundi þennan sama morgun kl. 9.30 hefði verið aflýst. Þegar ég ók fram hjá Stjórnarráðshúsinu sá ég, að þar hafði verið komið fyrir sjónvarpsútsendingarbíl. Barst sú fregn, að klukkan 10 myndi Davíð Oddsson forsætisráðherra flytja ávarp vegna andláts Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. Fylgdist með því á skrifstofu minni og þótti Davíð takast vel og var varð við sömu skoðun hjá öðrum. Forsetafrúin ávann sér virðingu og vinsældir meðal þjóðarinnar á þeim skamma tíma, sem hún sat á Bessastöðum.