Þriðjudagur 8.4.1997
Þriðjudaginn 8. apríl síðdegis var ráðstefna um námsmannaíbúðir, sem menntamálaráðuneytið efndi til með fulltrúum námsmannahreyfinganna, sveitarfélaga og ferðaþjónustu auk skólameistara. Ráðstefnan var lokaáfangi í undirbúningi undir ákvarðanir ráðuneytisins um framkvæmdir við námsmannaíbúðir og heimavistir. Tel ég heppilegt, að lagaramminn verði svipaður og um Félagsstofnun stúdenta, ef menn vilja, að löggjafinn treysti formlegar forsendur fyrir framtaki námsmanna á þessu sviði.