Þriðjudagur 10.6.1997
Þriðjudaginn 10. júní kynnti ég þá ákvörðun eftir ríkisstjórnarfund, að Háskólinn á Akureyri gæti í haust hafið kennslu í iðjuþjálfun. Var með því komið í höfn áralöngu baráttumáli iðjuþjálfa. Sama dag sendi menntamálaráðuneytið einnig frá sér tvær fréttatilkynningar, annars vegar um tónlistarhús og hins vegar vegna birtingar á niðurstöðum TIMSS-könnunarinnar um kunnáttu 3. og 4. bekkjar nemenda í stærðfræði og náttúrufræði. Hafa orðið töluverðar umræður um bæði málin.