8.10.1996 0:00

Þriðjudagur 8.10.1996

Þriðjudaginn 8. október var 1. umræða fjárlaga og stóð hún frá hádegi fram yfir miðnætti. Nokkuð mæddi á mér vegna gagnrýni á framlög til menntamála. Er þó meira gert úr þeim sparnaði en efni standa til. Fyrr þennan sama dag tók ég þátt í fundi með skólameisturum framhaldsskóla af landinu öllu og ræddi við þá um þessi mál. Hinn 8. október síðdegis efndum við Rut til móttöku í Ráherrabústaðnum fyrir stjórn og verðlaunahafa Móðurmálssjóðs, ritstjóra og fréttastjóra, í tilefni af því, að 150 ár voru þann dag liðin frá fæðingu Björns Jónssonar, ritstjóra og ráðherra, enn Móðurmálssjóðurinn var stofnaður í minningu hans. Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, fékk verðlaun úr sjóðnum að þessu sinni.