Þriðjudagur 3.10.2000
Tók þátt í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra um kvöldið, var síðastur ræðumanna Sjálfstæðisflokksins. Eins og venjulega var Svanfríður Jónasdóttir með allt á hornum sér í menntamálunum og Össur Skarphéðinsson er að fikra sig í slíkan málflutning. Annars vakti sérstaka athygli, að talsmenn Samfylkingarinnar minntust ekki einu orði á utanríkismál og sýnir það, hve þau taka nei-úrslitin í Danmörku nærri sér.