13.6.2000 0:00

Þriðjudagur 13.6.2000

Klukkan 18.00 hittist Þingvallanefnd á Þingvöllum og kynnti sér stöðu framkvæmda til undirbúnings kristnihátíðinni 1. og 2. júlí. Einkum könnuðum við, hvort staðið væri að málum í samræmi við heimildir frá nefndinni. Kom okkur sérstaklega á óvart, hve stigar, brýr og pallar eru miklir við Öxarárfoss.