12.8.2002 0:00

Mánudagur 12.8.2002

Klukkan 17.00 átti stofnfjáreigendafundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) að hefjast að Grand hótel, en það tafðist um rúmar 30 mínútur, að hann yrði settur vegna þess hve margir komu til fundarins (545) og alla þurfti að skrá og afhenda kjörseðla. Mér var falin stjórn fundarins og stóðu umræður fram yfir kl. 20.00 án nokkurra vandræða. Ljóst er að SPRON verður ekki breytt í hlutafélag á næstunni og það á eftir að koma í ljós, hvernig félag starfsmanna ætlar að standa að því að framkvæma tilboð sitt um kaup á stofnfjárbréfum.