17.9.2001 0:00

Mánudagur 17.9.2001

Klukkan 10.30 var ég í Hofsstaðaskóla í Garðabæ til að kynna mér nýjungar í tölvunotkun og kennslu. Klukkan 11.30 var ég í nýjum leikskóla í Ásahverfi í Garðabæ, sem rekin er af Margréti Pálu og í samræmi við stefnu hennar. Klukkan 12.15 flutti ég ræðu á fundi Rotary-klúbbs Garðabæjar og ræddi um öryggis- og varnarmál. Klukkan 20.00 fóum við á tónleika José Carreras í Laugardalshöll.