30.4.2001 0:00

Mánudagur 30.4.2001

Í dag eru 10 ár liðin frá því að Davíð Oddsson varð forsætisráðherra. Í tilefni af því var síðdegismóttaka honum og Ástríði konu hans til heiðurs í Þjóðmenningarhúsinu með þeim, sem hafa starfað með honum sem ráðherrar á þessum tíma. Um kvöldið var síðan hátíðarkvöldverður með þingflokki og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins í Valhöll.