1.1.2001 0:00

Mánudagur 1.1.2001

Klukkan 15.00 var hin hefðbundna móttaka forseta Íslands að Bessastöðum, en þaðan fórum við Davíð Oddsson í heimsókn til Karmelsystra í Hafnarfirði. Var það í fyrsta sinn sem Davíð heimsótti klaustrið en þangað hef ég farið öðru hverju í meira en áratug með Gunnari Eyjólfssyni leikara.