11.12.2000 0:00

Mánudagur 11.12.2000

Sat ráðstefnu um menningarmál á vegum UNESCO, en í hádeginu baup franski menningarmálaráðherrann fundarmönnum til málsverðar í Quai de Orsay-safninu. Að loknum fundum fór ég í Marais-hverfið, þar sem Erró var að opna sýninguna Erró émail sur acier í Galerie Montenay Giroux (monenaygiroux@claranet.fr) og hitti ég Erró þar og nokkurn hóp gesta. Er sýningin opin til 20. janúar 2001. Sunnudagur 10. desember 2000 Fór snemma dags í 13. hverfi og tók þar þátt í qigong utandyra með hópi fólks, sem hittist reglulega, en gekk síðan um Latínuhverfið, að Notre Dame, til Pompidou-safnsins, um Les Halles og að Lord Byron-götu skammt við Sigurbogann og hitti íslenskar fjölskyldur sem héldu litlu-jólin með börnum sínum. Tók þessi ganga mig rúmar fimm klukkustundir.