Mánudagur 20.11.2000
Í upphafi þingfundar kl. 15.00 kvaddi Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sér hljóðs um stjórn þingsins og tók að ræða verkfall framhaldsskólakennara og ráðast á okkur fjármálaráðherra. Kennarar komu á þingpalla og stjórnarandstöðuþingmenn stóðu upp með skrifaðar ræður til að fjalla um verkfallið sem hluta af stjórn alþingis.