Mánudagur 30.10.2000
Klukkan 15.00 hitti ég Philippe Busquin, vísindastjóra Evrópusambandsins, og ræddi við hann í klukkustund um vísindastefnun ESB og hlut okkar Íslendinga, sem hefur verið góður og verður áfram, ef rétt er á málum tekið. Einnig sat ég fundi í sendiráði Íslands en þar eru meðal annars tveir fulltrúar frá menntamálaráðuneytinu til að fylgja eftir málum á starfssviði þess. Veðrið var slæmt þennan dag og gekk mikið óveður yfir suðurhluta Englands en angi þess teygði sig til Brussel.