23.10.2000 0:00

Mánudagur 23.10.2000

Þessi vika er svokölluð kjördæmavika í alþingi, þannig að þar eru ekki fundir. Ég nota tímann meðal annars til þess að efna til funda með starfsfólki menntamálaráðuneytisins, það er einstökum skrifstofum þess. Einnig ætla ég að reyna að kalla á sem flesta, sem hafa óskað eftir viðtali við mig í þessari viku. Vegna ferðalaga til útlanda hafa viðtöl sl. tvo miðvikudaga fallið niður hjá mér.