4.9.2000 0:00

Mánudagur 4.9.2000

Flaug klukkan 8.30 til Akureyrar, þar sem ég setti viku símenntunar klukkan 11.00 á blaðamannafundi í Fiðlaranum. Ókum síðan til Húsavíkur, þar sem ég afhenti skólaliðum og fleirum námskírteini við hátíðlega athöfn í hús verkalýðsfélagsins klukkan 14.00. Á leiðinni til Akureyrar skoðuðum við bílasafnið að Ystafelli og á Akureyri skoðuðum við Minjasafnið áður vélin fór í loftið klukkan 18.10.