6.3.2000 0:00

Mánudagur 6.3.2000

Klukkan 11.00 var blaðamannafundur í menntamálaráðuneytinu, þar sem skrifað var undir samning um kaup á hugbúnaði fyrir skóla frá Microsoft. Klukkan 12.00 kom Edda Björgvinsdóttir leikkona í heimsókn í menntamálaráðuneytið og sýndi hluta af leikriti, sem hún sýnir nú á Litla sviði Borgarleikhússins. Klukkan 15.00 voru óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra á alþingi og var ég þar spurður um dreifbýlisstyrki og úthlutun listamannalauna.