17.1.2000 0:00

Mánudagur 17.1.2000

Klukkan 7.50 var ég kominn í Stöð 2 og tók síðan þátt í því í beinni útsendingu að opna stjórnmálavef á Visir.is með Eiríki Hjálmarssyni ritstjóra Visir.is Klukkan 14.30 ávarpaði ég hátíðlega útskriftaratöfn í álverinu í Straumsvík, þegar fyrsti hópurinn lauk námi í Stóriðjuskólanum. Hann starfar á metnaðarfullan hátt í samvinnu Ísal og skólakerfisins, fyrst við Iðnskólann í Reykjavík en nú við Borgarholtsskóla.