8.2.1999 0:00

Mánudagur 8.2.1999

Klukkan 10 fórum við Jónína í menntamálaráðuneytið í Varsjá og hittum menntamálaráðherrann og samstarfsmenn hans. Ræddum við samskipti þjóðanna í menntamálum. Klukkan 12 var athöfn í bókmenntakynningarsafninu, þar sem ég opnaðisýninguna um Halldór Laxness. Menningarmálaráðherra Póllands bauð okkur síðan í hádegisverð. Þaðan fórum við beint út á flugvöll og komum heim um kvöldið í gegnum Kaupmannahöfn.