22.2.1999 0:00

Mánudagur 22.2.1999

Reglulegur fundur menntamálaráðuneytisins og skólameistara framhaldsskóla var haldinn þennan dag. Þar skiptust menn á skoðunum um nýja námskrá fyrir framhaldsskóla, sem tekur gildi á þessu ári. Klukkan 17.15 efndi málefnanefnd Sjálfstæðisflokksins um skólamál til almenns fundar um agamál í skólum.