15.3.1999 0:00

Mánudagur 15.3.1999

Klukkan 14.00 flaug ég norður á Akureyri, þar sem ég ritaði undir samkomulag við fjármálaráðherra um fjárveitingar, 414 m.kr. á næstu fjórum árum, til að byggja við aðsetur Háskólans á Akureyri á Sólborgu. Verður nú hafist handa við fyrstu nýbyggingar fyrir skólann.