29.4.1999 0:00

Mánudagur 29.4.1999

Síðdegis efndi ég til samráðsfundar með stjórn Bandalags íslenskra listamanna og var þar farið yfir mál, sem eru efst á baugi í samskiptum ríkis og listamanna. Fundir af þessu tagi eru mjög gagnlegir og þar gefst tækifæri til að skiptast á skoðunum um mikilvæg málefni og skiptast á sjónarmiðum.