Mánudagur 2.8.1999
Við fórum aftur í Skálholt og hlustuðum á Helgu Ingólfsdóttur vinna það afrek að leika Goldberg-tilbrigðin eftir Bach á sembal. Tónleikarnir voru vel sóttir og raunar hafði aðsóknin verið mjög góð á sumartónleikana í Skálholti yfir verslunarmannahelgina. Ég átti von á því að lenda í umferðarteppu á leiðinni til Reykjavíkur eftir allt talið um hina miklu umferð um helgina. Annað var uppi á teningnum, því að ég var rétt um klukkutíma frá Skálholti heim til mín.