Mánudagur 23.8.1999
Klukkan 11.00 efndum við Kevin H. Smith frá Vísindasafninu í Buffalo í New York-ríki í Bandaríkjunum til blaðamannafundar í menntamálaráðuneytinu, þar sem hann kynnti niðurstöðu sína á jaspis-steinum frá fornleifauppgreftri að L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi fyrir tæpum 40 árum, en steinarnir eða eldtinnurnar hafa nú verið rannsakaðar með nýrri tækni. Niðurstaðan er, að staðfest hefur verið að menn frá Íslandi voru í þessum þúsund ára gömlu víkingabúðum, niðurstaðan rennir einnig stoðum undir frásögn Grænlendingasögu um vetursetu Þorfinns karlsefnis í Straumfirði.