13.12.1999 0:00

Mánudagur 13.12.1999

Síðdegis var efnt til útgáfuhátíðar í Norræna húsinu vegna útgáfu á kynningarriti um húsið og Alvar Aalto. Um kvöldið gátum við loks komist til að sjá myndina Ungfrúin góða og húsið og sáum, að hún verðskuldaði mikla viðurkenningu.