2.2.1998 0:00

Mánudagur 2.2.1998

Klukkan 10 fyrir hádegi fór ég í Perluna og var viðstaddur, þegar ritað var undir samning Íslenskrar erfðagreiningar og svissneska fyrirtækisins Hoffmann-la Roche. Á sama tíma var athöfn í Norræna húsinu, þar sem ritað var undir samning milli fyrirtækisins Hugvit og IBM, sem byggist á hugbúnaðarvinnu Hugvits. Báðir þessir samningar eru stórmerkilegir og sýna, að Íslendingar standa framarlega í læknis- og líffræði og tölvunarfræðum. Klukkan 17. 00 voru íslensku bórkmenntaverðlaunin afhent þeim Guðbergi Bergssyni og Guðjóni Friðrikssyni við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.