2.3.1998 0:00

Mánudagur 2.3.1998

Formenn Hins íslenska kennarafélags, Kennarasambands Íslands, fulltrúar Rafiðnaðarskólans og Viðskipta- tölvuskólans komu í ráðuneytið og rituðu með mér undir samkomulag um endurmenntun framhaldsskólakennara að því er varðar tölvunotkun. Klukkan 17.00 efndi þingvallanefnd til fundar með fulltrúum frá landeigendum við þingvallavatn og kynnti þeim áform um stækkun þjóðgarðsins og verndun vatnasviðsins.