18.5.1998 0:00

Mánudagur 18.5.1998

Klukkan 9 um morgunin fórum við Rut út á Reykjavíkurflugvöll og kvöddum Margréti Danadrottningu og Henrik prins. Atkvæðagreiðsla var á Alþingi fram yfir hádegi og var þá húsnæðisfrumvarpið afgreitt til 3. umræðu. Síðdegis héldum við Árni Johnsen til Víkur í Mýrdal, þar sem við efndum til fundar um kvöldið í Víkurskálanum og ræddum skólamál og stjórnmál almennt. Vorum við komnir heim milli eitt og tvö um nóttina.