19.10.1998 0:00

Mánudagur 19.10.1998

Hér á landi dvöldust tveir fulltrúar frá bandaríska Mellon-sjóðnum, sem hefur veitt góðan styrk til að gera svonefnt Sagna-net, sem er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og bókasafnsins í Cornell-háskóla í Bandaríkjunum. Komu þeir hingað til að kynna sér framvindu verksins og luku miklu lofsorði á það, en unnið er að því að setja sagnaarf okkar Íslendinga með stafrænum hætti inn á netið.