Mánudagur 26.10.1998
Eftir hádegi komu aðstandendur þáttarins Kristalla frá Stöð 2 í ráðuneytið og tóku upp viðtal um stuðning við íslenska kvikmyndagerð, var það greinilega tilgangur stjórnanda þáttarins að knýja fram svar um stóraukinn stuðning, ég hélt því hins vegar fram, að æskilegt væri að allir aðilar málsins kæmust að sátt um málið og hvaða markmið ríkisvaldið vildi setja sér í stuðningi við þessa atvinnu- og listgrein. Um kvöldið fór ég með Gunnari Eyjólfssyni, leikara og formanni skólanefndar Leiklistarskóla Íslands, á frumsýningu nemenda í skólanum á leikritinu Ivanov eftir A. Tsjekhov.