29.9.1997 0:00

Mánudagur 29.9.1997

Klukkan 11.30 fór ég í Menntaskólann í Kópavogi, þar sem því var fagnað, að hópur nemenda hafði hlotið fyrstu verðlaun í myndbandasamkeppni 100 evrópskra framhaldsskóla. Fór hópurinn til London og tók við verðlaununum.Þar voru tveir nemendanna úr MK kjörnir til að fara á fund þings Evrópusambandsins í Brussel og tala máli evrópskra ungmenna. Voru fulltrúarnir kjörnir eftir að hafa flutt framboðsræður, raunar voru þrír Íslendingar kjörnir en aðeins tveir máttu koma frá hverju ríki í 10 manna hópnum. Einnig hefur MK verið valinn til að taka þátt í evrópsku verkefni, sem snertir rannsóknir vegna útlendinga- og kynþáttahaturs. Sýnir þessi viðurkenning til MK, að íslenskir framhaldsskólanemendur standa vel að vígi í evrópskum samanburði.