24.11.1997 0:00

Mánudagur 24.11.1997

Mér brá þegar ég sá fyrirsögn á viðtali við konu í Degi, að hún væri eins og Björn Bjarnason. Við nánari athugun kom í ljós, að hún hafði gaman að því eins og ég að horfa á spennumyndir á borð við Die Hard. Þetta mánudagskvöld skaust ég í Kringlubíó og sá vel gerða lögreglumynd frá Los Angeles. Minnti andrúmsloftið á það, sem mátti kynnast í sögum Raymonds Chandlers, þótt blóðsúthellingarnar væru meiri þarna en hjá honum.