4.3.1996 0:00

Mánudagur 4.3.1996

Mánudag, þriðjudag og miðvikudag var ég í Kaupmannahöfn. Mánudag og fram að hádegi á þriðjudag sat ég fund Norðurlandaráðs um Evrópusamstarfið. Eftir hádegi á þriðjudag var fundur norrænna menntamálaráðherra og fyrir hádegi á miðvikudag norrænna menningarmálaráðherra. Á mánudagskvöld voru afhent bókmennta- og tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Á þriðjudagskvöldið sá ég Amlóða-sögu, frumlegt leikrit eftir Svein Einarsson með íslenskum leikurum, sem sýnt var í Café Teatern í Kaupmannahöfn.