17.6.1996 0:00

Mánudagur 17.6.1996

Þjóðhátíðardaginn 17. júní fórum við að heiman rúmlega 10 til að vera komin tímanlega í Alþingishúsið og búa okkur undir þátttöku í skrúðgöngu þaðan út á Austurvöll, þar var setið fram undir 11, þegar messa hófst í Dómkirkjunni, sem stóð til 12, þegar Lýðveldissjóður efndi til hátíðarfundar í Alþingishúsinu, undir kl. 13 var ég komin heim og klukkan 13.30 hófst Háskólahátíð í Laugardalshöll, sem stóð til kl. 16.00, klukkan 17.30 var athöfn að Bessastöðum, þar sem forseti Íslands sæmdi mig stórriddarakrossi fálkaorðunnar og síðan tókum við þátt í veislu þriggja bræðra, sem þennan dag útskrifuðust úr Háskóla Íslands.