9.10.2000 0:00

Mánudagur 9.10.2000

Hitti Ólaf Jóhann Ólafsson, formann Íslensk ameríska verslunarráðsins, Kristján Ragnarsson, formann American Scandinavian Foundation (AFS) og Magnús Gústafsson, varaformann ASF, á morgunverðarfundi ásamt með Magnúsi Bjarnasyni, viðskiptafulltrúa og ræðismanni. Heimsótti klukkan 10.00 Scandinavian Foundation bygginguna við Park Avenue og skoðaði hana. Fór um hádegisbilið að skipinu Íslendingi við South Street Seaport, hitti Gunnar Marel Eggertsson og nokkra aðra úr áhöfninni. Hlustaði á Egil Ólafsson og félaga syngja á útisviði - kalt var í veðri og fólk var því frekar á gangi en að það næmi staðar til að hlusta, sem dágóður hópur gerði þó, Hitti síðdegis forráðamenn Artec-fyrirtækisins, sem eru að hanna hljómburð í tónlistarhúsið í Reykjavík. Klukkan 20.00 hófust tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Carnegie Hall, húsið var þéttsetið og tónlistinni var mjög vel tekið og lék SÍ tvö aukalög. Að tónleikum loknum bauð ég hljómsveitinni í stutta móttöku rétt við hótel hennar á Broadway.