25.9.2000 0:00

Mánudagur 25.9.2000

Þær gleðilegu fréttir bárust að Vala Flosadóttir hefði unnið bronsið í stangastökki á Ólympíuleikunum í Sydney. Ég horfði á keppnina um morgunin með starfsfólki menntamálaráðuneytisins. Var síðan í sambandi við Stefán Konráðsson, aðalfararstjóra íþróttamannanna í Sydney. Hann flutti Völu kveðju mína. Ræddi við sjónvarps-, útvarps- og blaðamenn og um kvöldið var ég í sjónvarpsþætti með Loga Bergmann og Einari Vilhjálmssyni spjótkastara, þar sem við ræddum um afrek Völu og leikana.