22.9.2002 0:00

Sunnudagur 22.9.2002

Klukkan 10.00 fór ég að fjársafninu, sem staðið hafði um nóttina í girðingu fyrir neðan Kvoslæk og tók þátt í að reka féð í hólfið við Fljótshlíðarrétt og síðan í réttina. Var ég þar og aðstoðaði eftir mætti við að draga fé í dilka fram yfir 12.00. Höfðu menn á orði, að eitthvað af fé hefði greinilega sloppið frá okkur gangnamönnunum í þokunni.