25.8.2002 0:00

Sunnudagur 25.8.2002

Klukkan 07.35 flaug ég frá Keflavík til Ósló ásamt borgarfulltrúunum Árna Þór Sigurðsson og Degi B. Eggertssyni. Þar hittum við Regínu Ástvaldsdóttur starfsmann stjórnkerfisnefndar Reykjavíkurborgar, en nefndin var að hefja vikuferð um borgir á Norðurlöndum til að kynna sér hverfavæðingu þeirra. Veðrið var einstaklega gott í Ósló og raunar alls staðar þar sem við komum alla vikuna, meira en 20 stiga hiti og sólskin.