Sunnudagur 17.6.2001
Klukkan 9.00 vorum við Odda, hús Háskóla Íslands, þar sem afhjúpuð var höfuðmynd af dr. Björgu C. Þorláksson. Klukkan 10.30 vorum við á Austurvelli og hlýddum á ræðu forsætisráðherra og fjallkonuna flytja frumsamið ljóð Matthíasar Johannessens, síðan fórum við í messu. Klukkan 12.00 var 90 ára afmælis Háskóla Íslands minnst í sal alþingis og var ég þar meðal ræðumanna.