17.12.2000 0:00

Sunnudagur 17.12.2000

Klukkan 15.00 fór ég í Ráðhúsið í beina útsendingu á kaffispjalli við Kristján Þorvaldsson, þar sem við fórum yfir víðan völl, en sérstakt fréttaefni þótti það, sem ég sagði um kjaradeiluna við framhaldsskólakennara. Ég fór rakleiðis úr Ráðhúsinu í Langholtskirkju, þar sem jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur hófust kl. 16.00.