26.11.2000 0:00

Sunnudagur 26.11.2000

Klukkan 14.00 fórum við Rut í Salinn í Kópavogi, þar sem var að ljúka fyrstu píanókeppninni á vegum Íslandsdeildar EPTA og afhenti ég sigurvegurunum verðlaun þeirra við hátíðlega athöfn. Klukkan 20.00 voru fyrstu tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur á þessum vetri og fóru þeir fram í Þjóðmenningarhúsinu.