5.11.2000 0:00

Sunnudagur 5.11.2000

Klukkan 15.00 opnaði ég sýninguna Hærra til þín í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar en klukkan 16.00 opnaði borgarstjóri síðan sömu sýningu í Listasafni Reykjavíkur - Ásmundarsafni, en sýningin er samstarfsverkefni safnanna tveggja. Fórum klukkan 17.00 í Listasafn Íslands, þar sem félagar úr London Mozart Players léku í boði James McCulloch, sendiherra Breta, og M-2000.