10.9.2000 0:00

Sunnudagur 10.9.2000

setti fimmtu alþjóðlegu bókmenntahátíðina í Reykjavík í Norræna húsinu. Hafði mjög gaman að því að hitta Günter Grass Nóbelsverðlaunahafa. Sannfærðist ég þar um, að fjölmiðlar draga ekki alltaf upp rétta mynd af frægu fólki. Hann er greinilega í hópi þeirra útlendinga, sem fá mikinn áhuga á Íslandi við fyrstu kynni. Ræðan sem hann flutti á setningarhátíðinni sýndi að hann hafði þegar myndað sér skýra mynd af Íslandi í huga sínum. Í Göthe Zentrum á föstudagskvöld sagðist hann ekki síður líta á sig sem myndlistarmann en rithöfund og hann hreyfst mjög af birtinu hér og sagðist gjarnan vilja koma með vatnslitamyndabúnaðinn sinn. Í Norræna húsinu sagði hann, að ósýnilegir íbúar Íslands hlytu að vera hluti skýringarinnar á því, að Íslendingar væru svona mikil bókmenntaþjóð.