18.6.2000 0:00

Sunnudagur 18.6.2000

Klukkan 13.40 flugum við til Egilsstaða og ókum þaðan að Skriðuklaustri en þar var verið að opna hús Gunnars Gunnarssonar skálds að nýju eftir endurbætur og undir merkjum Gunnarsstofnunar. Kom það í minn hlut að opna húsið með ræðu, en um 100 manns tóku þátt í athöfninni á þessum einstæða stað. Vona ég, að sem flestir leggi þangað leið sína til að kynnast hinum óvenjulega stórhug skáldsins. Komum aftur til Reykavíkur klukkan 21.35.