27.2.2000 0:00

Sunnudagur 27.2.2000

Flugum um 11.00 til Minneapolis og síðan heim með Flugleiðum klukkan 18.40. Tók heimflugið aðeins 5 tíma og 20 mínútur, eða um klukkustund minna en flugið að heiman. Gafst okkur tími til að skreppa í Mall of America á milli flugvéla, en það er sögð stærsta Kringla í Bandaríkjunum, Kanadamenn segjast eiga stærri og ódýrari í Edmonton í Alberta-fylki.