13.2.2000 0:00

Sunnudagur 13.2.2000

Klukkan 14.00 var athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þar sem Örn Arnar, læknir og ræðismaður Íslands í Minneapolis, afhenti Stofnun Árna Magnússonar Edduhandrit, pappírshandrit frá því um 1770 að gjöf. Hafði hann keypt það af Kenneth Melsted, bónda í Vatnabyggð í Kanada. Þá opnaði ég nýja vefsíðu Árnastofnunnar, þar sem nú er unnt að skoða handrit í stafrænni útgáfu og hlusta á Vestur-íslendinga segja sögur. Slóðin er www.am.hi.is.