30.5.1999 0:00

Sunnudagur 30.5.1999

Síðdegis fórum við Háteigskirkju og hlustuðum á Hamríhlíðarkórinn, sem var með kveðjutónleika fyrir för sína til Prag. Um kvöldið fór ég í Kaplakrika og fylgdist með landsleik Sviss og Íslands í handknattleik. Stóðu okkar menn sig frábærlega vel en þrátt fyrir níu marka sigur var okkur sagt, að þeir hefðu ekki náð áfram í Evrópukeppninni og gengum því fremur daprir í bragði af vellinum. Síðar um kvöldið kom svo í ljós, að sigur okkar manna yfir Kýpur tryggði þeim framgang. Er ótrúlegt, að reglur um leiki séu svo dularfullar og flóknar, að ekki sé unnt strax í í leikslok að skýra keppendum og áhorfendum frá niðurstöðunni.