13.6.1999 0:00

Sunnudagur 13.6.1999

Við Rut flugum til Egilsstaða um hádegisbilið og vorum síðdegis við frumsýningu á Töfraflautinni eftir Mozart að Eiðum undir stjórn Keiths Reeds. Var þetta ógleymanleg stund og sannar, hve miklu er unnt að áorka með góðum vilja og mikilli vinnu.