4.7.1999 0:00

Sunnudagur 4.7.1999

Fórum að Hvanneyri, þar sem 110 ára afmælis Bændaskólans var minnst með því að stofna landbúnaðarháskóla formlega en lög um hann gengu í gildi 1. júlí 1999. Skólinn heyrir undir landbúnaðarráðuneytið eins og skólinn á Hólum og garðyrkjuskólinn í Hveragerði. Nýju háskólalöginn, sem falla undir menntamálaráðuneytið, sköpuðu hins vegar þann ramma, sem er nauðsynlegur til að unnt sé að fara þá leið sem valin var við skipulag landbúnaðarháskólans. Þróunin annars staðar er á þann veg, að ríki hverfa frá því að fella yfirstjórn skóla undir önnur ráðuneyti en menntamálaráðuneytið. Athöfnin á Hvanneyri fór fram utan dyra og stóð frá 13.30 til rúmlega 17.00. Leiðin heim var greið þar til kom að Mógilsá en þaðan var samfelld röð og hæg umferð þar til kom að ljósunum að mörkum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar.