Sunnudagur 17.5.1998
Fórum klukkan 10.30 í dansk-íslenska messu í Dómkirkjunni. Klukkan 15.00 kom það í minn hlut að opna sýningu á verkum Max Ernst og um listamanninn í Listasafni Íslands. Síðan fórum við í kosningakaffi sjálfstæðismanna í Valhöll. Klukkan 20 voru síðan hátíðartónleikar til heiðurs Danadrottningu á vegum Listahátíðar í Þjóðleikhúsinu.